Craig Bellamy, aðstoðarþjálfari Burnley trúir ekki á regnboga en trúir því að Burnley muni bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Bellamy er litríkur karakter sem átti farsælan feril sem leikmaður og hefur undanfarið verið í þjálfun.
„Ég á þriggja ára banr sem trúir enn á regnboga og einhyrninga,“ segir Bellamy í viðtali sem vakið hefur mikla athygli.
Burnley er sex stigum frá öruggu sæti í ensku deildinni en Bellamy trúir á kraftaverk. „Ég trúi á það við munum halda okkur uppi, við komumst úr þessari stöðu.“
„Kannski er ég vitlaus að trúa því, ég er kannski sá sem trúir á regnboga og einhyrninga.“