Glen Johnson hefur ráðlagt sínu gamla félagi Chelsea að festa kaup á Raphael Varane í sumar þegar samningur hans við Manchester United er á enda.
United virðist ekki ætla að framlengja við Varane sem kom til félagsins fyrir þremur árum frá Real Madrid.
„Hann er góður leikmaður og þú færð ekki svona leikmann oft frítt,“ segir Johnson sem ráðleggur sínu gamla félagi að semja við hann.
„Hann er ekki sami leikmaður og fyrir þremur árum en hann er ennþá frábær leikmaður.“
„Hann hefur glímt við meiðsli en það vegur upp á móti því að hann kemur frítt.“
„Ef hann spilar helming leikja eftir að hafa komið frítt þá er Chelsea að gera góð viðskipti,“ segir Johnson en Varane er orðaður við lið í Sádí Arabíu.