Jón Gnarr, grínisti, fyrrum borgarstjóri og nú forsetaframbjóðandi, mætti sem gestur í hlaðvarpið Chess After Dark á dögunum. Þar var hann meðal annars spurður út í áhuga sinn á knattspyrnu og hvort hann væri til staðar. Jón svaraði því stórskemmtilega.
„Ég er orðinn mjög fótboltahneigður. Að sjálfsögðu, ég er í framboði. Nú held ég með öllum liðum,“ grínaðist Jón.
Hann segist þó einfaldlega ósjálfrátt halda með liðinu sem er að tapa.
„Ég get sannarlega sagt að ég haldi ekki með neinu liði. En ég held alltaf með liðinu sem er að tapa. Ég geri það sjálfkrafa.
Ég reyndi að tileinka mér að halda með Liverpool því fólk í fjölskyldunni minni hélt með Liverpool. Ég átti Liverpool-tösku og svona. Svo var ég að horfa á Liverpool rústa einhverju öðru liði og ég gat ekki haldið með þeim. Þá fór ég að halda með hinu liðinu,“ sagði Jón og hló.
„Ég sá hvað þeir voru ógeðslega leiðir að vera að tapa. Mér fannst Liverpool svo leiðinlegt. Af hverju gáfu þeir sem ekki séns á að skora 1-2 mörk? Sýnið smá lit.“