Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Allra augu voru á Hlíðarenda í fyrstu umferð Bestu deildar karla þegar Valur tók á móti ÍA. Ástæða var koma Gylfa Þórs Sigurðssonar sem skoraði í 2-0 sigri.
„Hann var svo góður. Klikkaði ekki á sendingu og var allt í öllu. Það er eiginlega skandall að hann hafi ekki skorað tvö.“
Nadía var á vellinum, þar sem hún var kynnt til leiks með pompi og prakt.
„Stemningin var mjög góð. Kjaftfull stúka og sólin skein,“ sagði hún.
„Það varð allt vitlaust þegar Gylfi skoraði og færið þar sem hann setti hann rétt framhjá, það stóðu allir upp þegar hann var að fá boltann hægra megin en svo gekk það ekki. Það var rosalegt.
Það var meðbyr með honum og það vildu allir að hann myndi skora.“
Umræðan í heild er í spilaranum.