Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun ekki nota einn mikilvægasta leikmann liðsins ef hann er ekki reiðubúinn í að spila.
Um er að ræða miðjumanninn Rodri sem gaf það út að hann þyrfti á hvíld að halda eftir leik við Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni.
City spilar við lið Luton á heimavelli í dag og verður fróðlegt að sjá hvort Rodri verði í leikmannahópnum eða ekki.
,,Horfiði á þá leiki sem við höfum spilað og þið áttið ykkur á stöðunni, hún er einföld,“ sagði Guardiola.
,,Hann er svo mikilvægur vegna þess sem hann gefur okkur en ef leikmaður vill ekki spila þá spilar hann ekki.“
,,Ég þarf líka að hvíla miðverði en í leikjum Englands þá meiddust tveir af okkar mönnum og þeir fá enga hvíld, við erum í miklum vandræðum.“