Liverpool tapaði illa gegn Atalanta í Evrópudeildinni í gær og gæti það haf slæmar afleiðingar í för með sér fyrir önnur ensk lið.
Lærisveinar Jurgen Klopp tóku á móti Atalanta í fyrri leik 8-liða úrslitanna en töpuðu afar óvænt 0-3. Von liðsins um að fara áfram er því veik fyrir seinni leikinn.
Annað enskt lið, West Ham, tapaði þá 2-0 fyrir Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í gær og verður að teljast ólíklegra að liðið fari áfram.
Úrslit gærkvöldsins minnka líkurnar á að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Þau tvö lönd með flestu stigin byggt á árangri liða þeirra í Evrópu fá auka Meistaradeildarsæti.
Sem stendur er ítalska Serie A efst þar með 18.857 stig. Þar á eftir er þýska Bundesligan með 16.786 stig. Enska úrvalsdeildin kemur þar á eftir með 16.750 stig og gæti því enn náð efstu tveimur en úrslitin í gær hjálpuðu ekki.