Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það eru háværir orðrómar um að Mohamed Salah verði seldur frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar. Liverpool maðurinn Hrafnkell var spurður út í þetta.
„Þetta eru bara frekar vitlausir viðskiptamenn í Liverpool ef þeir selja hann ekki. Ég veit hann er með geggjaðar tölur í vetur og gerir alltaf sitt en að selja hann fyrir 100-150 milljónir? Alltaf.
Hann gæti verið búinn á næsta ári,“ bætti hann við.
Umræðan í heild er í spilaranum.