fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Furðulegt mál hjá leikmanni United – Fór ekki eftir ráðum félagsins með aðgerð og allt er í steik

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið nokkra furðu að Tyrrel Malacia bakvörður Manchester United hefur hvorki æft né spilað með liðinu á þessu tímabili.

Ástæðan er sú að síðasta sumar var ákveðið að Malacia þyrfti að fara í aðgerð á hné.

United vildi senda Malacia í aðgerð til sérfræðings í London en Malacia vildi fara til Hollands í aðgerð.

Félagið ákvað að gefa Malacia leyfi til þess en félagið efast um þá aðgerð og endurhæfingu sem fram fór í Hollandi. Athletic fjallar um.

Í nóvember var ákveðið að Malacia þyrfti aftur í aðgerð á sama hné og aftur var farið til Hollands, nú fóru læknar United með og voru með í ráðum.

Síðan þá hefur Malacia verið í endurhæfingu og mest verið í Barcelona en hann er væntanlegur á æfingasvæði United á næstu dögum til að halda áfram með endurhæfingu sína.

Athletic vekur athygli á því að Malacia hafi ekki sett neitt á samfélagsmiðla í vetur en mögulega reynir United að losa sig við hann í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni