Wes Brown fyrrum varnarmaður Manchester United þénaði milljarða á ferli sínum en varð gjaldþrota á síðasta ári. Hann segir slæmar fjárfestingar og slæmt fólk í að ráðleggja sér sé um að kenna.
Brown var atvinnumaður í 22 ár og lauk ferlinum árið 2018 í Indlandi.
„Þegar þú þénar svona mikið þá þarftu rétta fólkið í kringum, það er einn af þeim hlutum sem ég hafði ekki,“ segir Brown.
Margir horfa á þessu ummæli sem skot á fyrrum eiginkonu Brown en þau skildu að ferli loknum.
„Þú talaðir ekki við mikið af fólki og það þurfti að gera eitthvað, ég hafði ekki áhuga á slíku og játaði bara oftast.“
„Ég fer ekki í smáatriði en það voru fjárfestingar fyrir löngu síðan, sem ungt fólk fer í og margir prufa að fara í. En ég skildi þetta ekkert.“
„Þetta kom í hausinn á mér í fyrra. Þetta gerðist og ég reyni bara að halda áfram með lífið.“