Nokkuð skondið atvik átti sér stað í hálfleik á stórleik Real Madrid og Manchester City í gær þegar dómari leiksins löðrungaði Erling Haaland.
Haaland var þá að ganga til búningsklefa þegar Francois Letexier dómari leiksins baðaði út hendinni.
Einhverjir netverjar hafa sakað þann franska um að hafa gert þetta viljandi en það er tæpt.
Haaland sjálfur var lítið hrifin af þessu og það kannski eðlilega eftir að hafa fengið löðrung í andlitið.
Þetta atvik má sjá hér að neðan,
The referee slaps Haaland to see if he wakes up in the second half. #RMCity pic.twitter.com/IJBhz3PXD9
— TakeruCigarra (@TakeruCigarra) April 9, 2024