fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sturlaðist eftir dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni í gær – ,,Ömurleg, ömurleg og ömurleg ákvörðun“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 12:00

Gary O'Neill

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary O’Neill, stjóri Wolves, var bálreiður í gær eftir leik sinna manna við West Ham sem tapaðist 2-1.

Wolves taldi sig hafa jafnað metin undir lok leiks er Max Kilman skoraði eftir fast leikatriði en að lokum var rangstaða dæmd.

Dómurinn er gríðarlega umdeildur en Tawanda Chirewa var dæmdur brotlegur og var talinn hafa áhrif á Lukasz Fabianski, markmann West Ham.

O’Neill var öskuillur eftir leikinn í gær og baunaði hressilega á dómaratríóið sem fékk í raun falleinkunn fyrir frammistöðu sína í þessum leik.

,,Þetta var ömurleg, ömurleg og ömurleg ákvörðun. Ég get ekki skilið þetta. Ég hef rætt við David Moyes og hann sagði það sama,“ sagði O’Neill.

,,Þetta var aldrei rangstaða, Lukasz Fabianski sagði líka það sama, hann var sannfærður um að þetta væri ekki rangstaða.“

,,Það er klikkun að dómari í ensku úrvalsdeildinni geti horft á skjáinn og dæmt þetta svo rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona