Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var mjög nálægt því að spila fyrir enska landsliðið á sínum tíma sem leikmaður.
Arteta staðfestir þetta sjálfur en hann fékk boð frá Englandi er hann lék með Everton í efstu deild.
Arteta spilaði á Englandi frá 2005 til 2016 fyrir bæði Everton og Arsenal en lagði skóna á hilluna 2016.
Arteta tókst aldrei að leika A landsleik fyrir Spán en spilaði fyrir U16, U17, U18 og U21 liðin.
,,Já ég var ansi nálægt því þegar Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands,“ sagði Arteta.
,,Ég var nálægt þessu en svo meiddist ég og á sama tíma ferðaðist ég til Spánar svo það varð ekkert úr þessu.“
,,Ég hefði þó fyllst af stolti ef þetta hefði orðið að veruleika.“