Erik ten Hag er sannfærður um það að hann verði áfram með Manchester United á næstu leiktíð.
Margir telja að Ten Hag muni fá sparkið í sumar en gengi United í vetur hefur ekki staðist væntingar.
Hollendingurinn er þó alls ekki áhyggjufullur og telur að hann sé með stjórn félagsins á bakvið sig.
,,Ég efast ekki um það,“ sagði Ten Hag er hann var spurður út í hvort hann yrði áfram á næstu leiktíð.
,,Í dag er ég bara að einbeita mér að mínu starfi og að gera vel í þessu verkefni. Ég elska þessa vinnu og nýt starfsins. Þetta er góð áskorun.“