Víkingur Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld en um var að ræða fyrsta leik Bestu deildarinnar 2024.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en veðrið á Víkingsvelli var krefjandi og hafði vindurinn sitt að segja.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leik og hafði þetta að segja.
,,Þetta var hörkuleikur og bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færi sín. Ég átta mig ekki á hvort úrslitin hafi verið sanngjörn, ég þarf að horfa á þetta aftur til að fá betri tilfinningu fyrir því en mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik,“ sagði Jökull.
,,Við voru meira með boltann í seinni hálfleik en þeir nýttu færið sitt og við nýttum ekki okkar. Seinni hálfleikur er eitthvað sem er hægt að byggja á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og það er margt sem við getum gert betur en klárlega eitthvað sem við gerðum vel.“
,,Það var þokkalega kalt í kvöld en ég held að þetta hafi alveg sloppið.“