Cole Palmer verður boðinn nýr og betri samningur hjá Chelsea í sumar. Daily Mail segir frá.
Sóknarmaðurinn ungi gekk í raðir Chelsea frá Manchester City í sumar og hefur slegið í gegn í annars fremur slöku liði Chelsea.
Palmer er kominn með 17 mörk og 12 stoðsendingar í öllum keppnum fyrir Chelsea á leiktíðinni.
Þrátt fyrir að hafa skrifað undir sjö ára samning síðasta sumar fær Palmer nýjan í sumar. Hann er aðeins með um 80 þúsund pund á viku sem stendur en laun hans munu hækka hressilega eftir að hann skrifar undir nýjan samning.