Tottenham mistókst að leggja West Ham af velli þegar liðið heimsótti heimavöll þeirra fjólubláu í grannaslag í London í kvöld.
Brennan Johnson kom Tottenham yfir strax á fimmtu mínútu og margir héldu að brothætt lið West Ham myndi mölbrotna.
Það gerðist ekki og fjórtán mínútum síðar jafnaði hinn umdeildi Kurt Zouma með góðu skallamarki.
Tottenham hélt boltanum mikið eftir þetta en tókst ekki að brjóta lásinn og leikurinn endaði með jafntefli.
Tottenham er í fimmta sæti með 57 stig og er með níu stigum meira en Manchester United sem situr í sjötta sæti en á leik til góða.