Niðurstöður úr leikmannakönnun Bestu deildarkarla var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. Þar kom ýmislegt áhugavert í ljós.
Tólf spurningar voru lagðar fyrir leikmenn og hér að neðan má sjá niðurstöður úr sex þeirra.
Leikmaður sem verður næst seldur í atvinnumennsku: Benoný Breki Andrésson (KR)
Markahæstur: Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður úr öðru liði sem þú vilt í þitt lið: Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Völlur sem skemmtilegast er að heimsækja: Kaplakrikavölur
Völlur sem erfiðast er að heimsækja: Víkingsvöllur
Grófasta lið deildarinnar: Víkingur