U19 ára landslið kvenna hefur leik á morgun í seinni umferð undankeppni EM 2024.
Ísland mætir þá Írlandi og hefst leikurinn kl. 10:30 að íslenskum tíma, en leikið er í Króatíu.
Bein útsending verður frá öllum þremur leikjum liðsins í riðlinum á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.
Leikir Íslands
Írland – Ísland miðvikudaginn 3. apríl kl. 10:30
Ísland – Króatía laugardaginn 6. apríl kl. 10:30
Ísland – Austurríki þriðjudaginn 9. apríl kl. 10:30