Knattspyrnukonan, Madelene Wright heldur áfram að ögra reglum Instagram og gæti nú fengið bann.
Hún birti mynd af sér í gær þar sem hún var klædd í djörf páskaföt og minnti á Onlyfans síðu sína.
OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi. Það er hægt að græða á tá og fingri.
Wright stofnaði OnlyFans eftir að hafa verið rekin frá félagi sínu, Charlton Athletic.
Þessi 22 ára knattspyrnukona hafði deilt myndböndum af sér að taka inn hláturgas, sem er ekki vel liðið innan fótboltans. Annað myndband fór í umferð af henni að drekka áfengi á meðan hún brunaði áfram á bifreið sinni. Þriðja myndbandið sýndi svo Madelene stunda kynlíf á meðan hún talaði í símann. Charlton rak stúlkuna frá félaginu vegna þessara myndbanda.
Eftir nokkurt hlé frá fótboltanum er Wright byrjuð að spila með Leyton Orient og hefur staðið sig vel þar.