Harry Kane framherji FC Bayern þarf að bíta í það súra epli að vinna ekki þýsku deildina á sínu fyrsta tímabili með félaginu.
Kane valdi það að fara til Bayern síðasta sumar með það markmið að vinna titla en það virðist ekki ætla að ganga.
Bayern tapaði á heimavelli gegn Dortmund í gær og er nú þrettán stigum á eftir toppliði Leverkusen.
Kane hefur staðið sig vel fyrir Bayern en hann klikkaði hins vegar á algjöru dauðafæri í gær.
Færið má sjá hér að neðan.