Sjö stjörnur Manchester City gætu misst af stórleik helgarinnar sem fer fram gegn Arsenal á sunnudag.
Frá þessu greina enskir miðlar en um er að ræða einn mikilvægasta leik liðsins á tímabilinu.
Bæði lið eru að berjast um Englandsmeistaratitilinn og myndi sigur gera gríðarlega mikið fyrir lokasprett deildarinnar.
Matheus Nunes, Manuel Akanji. John Stones, Kyle Walker, Ederson, Kevin de Bruyne og Jack Grealish gætu allir misst af leiknum vegna meiðsla.
City fylgist mjög náið með stöðu leikmannana fyrir leikinn en það væri gríðarlegur skellur fyrir meistarana ef þeir missa allir af viðureigninni.