Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, telur að Gareth Southgate hafi ekki áhuga á að taka við Manchester United.
Southgate er orðaður við United en hann gæti hætt með England eftir EM í Þýskalandi í sumar.
Allardyce telur að Southgate þurfi á pásu að halda en það fylgir því gríðarleg pressa að þjálfa England og það sama má segja um lið United.
,,Ég er ekki viss um að ef Southgate ákveður að hætta með England að hann vilji taka við Manchester United, hann myndi vilja hvíld,“ sagði Allardyce.
,,Hann finnur nú þegar fyrir pressu hjá Englandi og hún getur verið svakalerg á tímum.“
,,Ég er alls ekki sannfærður um að hann myndi vilja fara í það starf eftir allt sem hann hefur gert fyrir England, hann myndi ekki vilja taka að sér nýtt starf svo snemma.“