Declan Rice, leikmaður Arsenal, fékk skemmtilega gjöf frá goðsögninni Frank Lampard í vikunni.
Lampard er einn besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og gerði garðinn frægan með Chelsea.
Rice er sjálfur stuðningsmaður Chelsea en hann ólst upp hjá félaginu áður en hann hélt til West Ham og síðar Arsenal.
Rice spilaði á dögunum sinn 50. landsleik fyrir England og fékk að launum fallega gjöf frá Lampard.
Þar má sjá takkaskó sem eru merktir númerinu 50 og er enski landsliðsfáninn þar fyrir neðan.
Mynd af þessu má sjá hér.