Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Íslendingar eru farnir að streyma til pólsku borgarinnar Wroclaw en hér mætir karlalandsliðið okkar Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í kvöld.
Það má gera ráð fyrir 4-500 Íslendingum á leiknum í kvöld og einn af þeim er Bassi Maraj, raunveruleika-sjónvarpsstjarna.
„Ég var bara að lenda. Viva Ísland, áfram Ísland,“ sagði Bassi við 433.is í Wroclaw í dag.
Hann er bjartsýnn fyrir kvöldinu og trúir því að Strákarnir okkar komi sér á EM.
„Ég held að við vinnum þetta hiklaust. Ég er ekkert að fara að láta vinna mig.“
Það er létt yfir Íslendingunum sem hingað eru mættir.
„Stemningin er æðisleg, Íslendingarnir eru bara „living,“ ég kynntist nýrri æðislegri gellu,“ sagði Bassi.
Nánar er rætt við Bassa í spilaranum og óhætt er að segja að hann fari á kostum þar.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 í kvöld að íslenskum tíma.