Pau Cubarsi varð á dögunum yngsti varnarmaður sögunnar til að spila fyrir spænska landsliðið.
Það eru ekki allir sem kannast við þennan ágæta pilt sem fagnaði 17 ára afmæli sínu þann 22. janúar.
Þetta var fyrsti landsleikur Cubarsi en hann er leikmaður Barcelona og hefur spilað 13 leiki í öllum keppnum í vetur.
Cubarsi bætir met sem Sergio Ramos setti árið 2005 en hann lék þá með Spánverjum 18 ára og 11 mánaða gamall.
Cubarsi er einnig næst yngsti leikmaður sögunnar til að spila fyrir Spán á eftir undrabarninu Lamine Yamal.