fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Saka yfirgaf völlinn snemma og sér verulega eftir ákvörðuninni – ,,Heyrði fagnaðarlætin fyrir utan leikvanginn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. mars 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, viðurkennir að jafnvel hann hafi eitt sinn yfirgefið völlinn snemma er hann horfði á sína menn spila við Chelsea árið 2018.

Saka var aðeins 16 ára gamall á þessum tíma en hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik sama ár en í nóvember.

Síðan þá hefur Saka tekið miklum framförum en hann er í dag einn allra mikilvægasti leikmaður enska stórliðsins.

Vængmaðurinn yfirgaf völlinn í stöðunni 2-1 fyrir Chelsea á Emirates vellinum en 93 mínútur voru þá komnast á klukkuna.

,,Ég hef sjálfur gert þetta, tilfinningin er alls ekki góð,“ sagði Saka í samtali við Snickers.

,,Ég man eftir að hafa yfirgefið leik Arsenal og Chelsea snemma. Hector Bellerin skoraði í blálokin og ég heyrði fagnaðarlætin fyrir utan leikvanginn.“

Þetta var síðasta tímabil Arsene Wenger við stjórnvölin hjá Arsenal en Saka fékk aldrei að spila undir hans stjórn fyrir aðalliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist