Alex Tuanzebe er búinn að sætta sig við það að hann muni aldrei tryggja sér sæti í enska landsliðinu.
Tuanzebe var talinn mikið efni á sínum tíma og var á mála hjá aðalliði Manchester United frá 2015 til 2023.
Tuanzebe lék fyrir U19, U20 og U21 landslið Englands en fékk aldrei tækifæri með A liðinu.
Hann hefur nú ákveðið að spila fyrir landslið Kongó í staðinn en greint var frá þessu í dag.
Um er að ræða 26 ára gamlan hafsent sem spilar í dag með Ipswich í næst efstu deild Englands.
🇨🇩 Former Man United defender Axel Tuanzebe currently playing for Ipswich Town has switched his allegiance from England to DR Congo. pic.twitter.com/QrLrzBcOU8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2024