Eins og margir muna þá var Rory Delap ansi einstakur leikmaður en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Stoke.
Delap er þekktastur fyrir einn hlut en hann var frábær í að taka löng innköst sem Stoke nýtti sér í hverjum einasta leik.
Gianfranco Zola, þjálfari West Ham á sínum tíma, reyndi að finna ráð til að stöðva Delap en þetta segir Tony Pulis, fyrrum þjálfari Stoke.
Zola náði ekki að hafa betur gegn Delap sem fann út úr veseninu ásamt þjálfara sínum.
,,Ég man þegar Gianfranco Zola var þjálfari West Ham og við spiluðum við þá á mánudagskvöldi,“ sagði Pulis.
,,Þeir voru búnir að færa auglýsingaskiltin nær vellinum svo við gátum ekki tekið löng innköst.“
,,Hann sannfærði mig um þetta væri ekkert vesen. Við skoruðum úr fyrsta innkastinu, hann kastaði boltanum fyrir aftan skiltin.“