Það eru fjórar stjörnur sem spila líklega ekki með enska landsliðinu sem mætir því brasilíska á þriðjudag.
Frá þessu er greint í dag en einn leikmaðurinn er markavélin Harry Kane sem leikur með Bayern Munchen.
Kane meiddist í síðasta leik Bayern gegn Darmstadt en hann komst á blað í öruggum 5-2 sigri.
Bukayo Saka mun ekki spila leikinn vegna meiðsla og þá eru Jordan Henderson og Cole Palmer tæpir.
Um er að ræða vináttuleik á Wembley en búið er að selja alla miða á leikinn og er spennan gríðarleg fyrir viðureigninni.