Howard Webb, yfirmaður dómara á Englandi segir að VAR hafi virkað mjög vel í afar umdeildu atvik á Anfield fyrir rúmri viku síðan í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool vildi þá fá vítaspyrnu í uppbótartímar þegar Jeremy Doku virtist brjóta á Alexis Mac Allister innan teigs.
Webb segir að VAR hafi virkað vel þarna, ekki hafi verið um augljóst brot að ræða og þá eigi VAR að virka svona.
„Fólk er ekki sammála um þetta, ef dómarinn hefði dæmt víti á vellinum þá hefði VAR líklega stutt þá ákvörðun,“ segir Webb.
Howard Webb explains the following decisions on Match Officials Mic’d Up:
Liverpool’s penalty appeal v Man City
West Ham’s overturned goal v Aston Villa
Villa’s penalty appeal v West Ham
McGinn’s red card v Spurs
West Ham’s penalty appeal v Burnley
Brownhill’s red card v Palace pic.twitter.com/q6yjCx66WA— Premier League (@premierleague) March 19, 2024
„Hann telur þetta ekki víti og þá fellur það svona, Michael Oliver segir að boltinn sé á milli og Doku lyftir löppinni og fer í boltann.“
„Við vitum að hann snertir Mac Allister svo í kjölfarið.“
„VAR skoðar þetta og sér ekki augljós mistök dómarans, þess vegna lætur VAR þetta vera og styður dómarann. Þetta er það sem fólk í leiknum vill sjá.“
„VAR virkaði vel þarna.“