Íslenskir landsliðsmenn fóru í gærkvöldi að mæta til Búdapest en allur hópurinn verður mættur til borgarinnar siðar í dag.
Landsliðið fær stuttan undirbúning fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael í umspili um laust sæti á EM.
Leikurinn fer fram á fimmtudag en Ísrael fékk ekki að spila leikinn heima hjá sér vegna ástandsins í heimalandinu og á Gasa.
Landsliðsmenn Íslands voru margir að spila í gær og ferðast til Búdapest í dag en liðið æfir síðdegis í borginni.
Ljóst er þó að flestir leikmenn liðsins munu aðeins vera í endurheimt og fyrsta alvöru æfingin verður á þriðjudag.
433.is verður á svæðinu og er Helgi Fannar Sigurðsson, blaðamaður okkar að ferðast þangað í dag líkt og leikmenn liðsins.