Amad Diallo var búinn að gleyma því að hann væri á gulu spjaldi gegn Liverpool í enska bikarnum í gær.
Diallo reyndist hetja United í 4-3 sigri og skoraði sigurmark á 120. mínútu í framlengdum leik.
Diallo fékk í kjölfarið rautt spjald en hann fékk sitt annað gula fyrir að fara úr treyjunni í fagnaðarlátum.
,,Ég var búinn að gleyma fyrsta gula spjaldinu,“ sagði Diallo í samtali við ITV eftir leik.
,,Ég er vonsvikinn með rauða spjaldið en það mikilvægasta er að við unnum gegn stóru liði eins og Liverpool, þetta er stór stund fyrir mig.“
,,Allir hafa komið að mér og óskað mér til hamingju, ég vil þakka þeim öllum og stuðningsmennirnir voru frábærir allan leikinn.“