Það bíða margir spenntir eftir stórleik helgarinnar á Englandi en spilað er í enska bikarnum 15:30.
Manchester United tekur á móti Liverpool í 8-liða úrslitum og mun sigurliðið fara í undanúrslit á Wembley.
Liverpool hefur verið á flottu róli undanfarið en það sama má ekki segja um grannana í Manchester.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Man Utd: Onana; Wan-Bissaka, Varane, Lindelöf, Dalot; Mainoo, McTominay; Garnacho, Fernandes, Rashford; Højlund.
Liverpool: Kelleher; Gomez, Quansah, Van Dijk, Robertson; Endo, Szoboszlai, Mac Allister; Salah, Díaz, Darwin.