Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virtist slá á það á blaðamannafundi í dag að Marcus Rashford fari frá félaginu í sumar.
Rashford er að eiga afleitt tímabil eftir að hafa verið flottur á því síðasta, þar sem hann skrifaði undir langtímasamning.
Undanfarið hefur Rashford verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain.
„Við sömdum ekki við Rashford til fjögurra ára í fyrra til að selja hann nú í sumar,“ sagði Ten Hag um málið.
„Hann er hluti af verkefninu hér hjá Manchester United og þetta er ekki eitthvað sem við ræðum.“