fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Aron Einar ekki í nýju hlutverki eins og einhverjir spáðu – „Ég vildi að ég ætti pláss fyrir hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. mars 2024 17:30

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði til margra ára, var ekki valinn í landsliðshóp Age Hareide fyrir komandi umspilsleik gegn Ísrael. Aron hefur verið að glíma við meiðsli en hann verður ekki í hlutverki utan vallar eins og margir hafa stungið upp á.

„Aron hefur aðallega verið í hópnum vegna leiðtogahæfileika utan vallar. Hann getur sagt öðrum leikmönnum hvað þeir eiga að gera og hvað ekki. Ég vildi að ég ætti pláss fyrir hann í hópnum en við þurfum leikmenn sem geta spilað 90 mínútur. Þessir leikir eru svo mikilvægir og svo erfiðir,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

Hann útilokar þó ekki að Aron verði í hlutverki utan vallar í framtíðinni.

„Það er sennilegra að af því verði ef við komumst á EM, þá gæti hann komið inn fyrir mótið.“

Leikur Íslands og Ísrael fer fram á fimmtudag. Sigurvegari leiksins mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga