fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Óli Jó hjálpaði til við að landa Gylfa á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 13:53

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu var einn af þeim sem kom að því að fá Gylfa Þór Sigurðsosn í Val.

Frá þessu segir Börkur Edvardsson í samtali við Fótbolta.net.

Börkur sem er formaður knattspyrnudeildar Vals leiddi viðræðurnar fyrir hönd Vals en Ólafur starfar í fagráði þegar kemur að leikmannamálum Vals.

„Óli Jó er mikill Valsmaður, ég og Óli erum miklir vinir og tölum saman oft á dag, ræðum um fótbolta og allt og ekkert í okkar samtölum. Já, hann er stór hluti af okkar leikmannamálum og leikmannapælingum og þeirri framtíðarsýn sem við erum að skapa. Hann er í fagráði knattspyrnudeildar og kemur mikið að máli á Hlíðarenda. Við leitum mikið til hans,“ segir Börkur við Fótbolta.net.

Ólafur var lengi vel þjálfari Vals og hefur félagið haldið honum inn í starfinu eftir að hann hætti að þjálfa. Ólafur var einnig lengi vel þjálfari FH.

Ólafur og faðir Gylfa eru miklir vinir og hefur það vafalítið hjálpað til við að landa þessum magnaða knattspyrnumanni á Hlíðarenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool