fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

KR hefur átt í vandræðum með að gera upp við leikmenn frá síðustu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 08:30

Mynd af Facebook síðu KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur átt í vandræðum með að gera upp bónusa við leikmenn sína frá síðustu leiktíð. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Einn þeirra leikmanna sem átti inni talsverða upphæð var Sigurður Bjartur Hallsson sem gekk í raðir FH í síðustu viku frá KR.

Til að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ þarf félag að hafa lokið við allar greiðslur frá síðustu leiktíð.

Bjarni Guðjónsson, framkvæmdarstjóri KR vill lítið segja um málið. „Við ræðum ekki málefni einstakra leikmanna,“ segir Bjarni í samtali við 433.is.

Samkvæmt heimildum 433.is vildi Sigurður fá bónusa sína frá KR greidda áður en hann samdi við FH, hafði þetta komið upp í samtali hans og aðila tengdum honum við þau félög sem höfðu áhuga á Sigurði.

Heimildir 433.is herma að fleiri leikmenn en Sigurður hafi átt í vandræðum með að fá bónusana frá síðasta tímabili greidda og hefur þetta verið rætt á meðal leikmanna liðsins.

Einhverjum þykir það furðulegt að KR sé að sækja stór nöfn á leikmananmarkaðinn þegar ekki er búið að ganga frá greiðslum síðasta tímabils.

KR hefur í vetur samið við Aron Sigurðarson, Alex Frey Hauksson og Axel Andrésson sem allir eru að koma heim úr atvinnumennsku. Þá hefur félagið samið Guy Smit um að verja mark liðsins í sumar en KR spilar undir stjórn Gregg Ryder.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Í gær

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram