Kevin de Bruyne leikmaður Manchester City er ekki í landsliðshópi Belgíu sem kemur saman eftir helgi vegna meiðsla.
De Bruyne er sagður glíma við smávægileg meiðsli í nára sem hafa hrjáð hann undanfarnar vikur.
De Bruyne meiddist illa í uphafi tímabils og hefur ekki náð sínum gamla takti.
„Ég veit ekki hvort þetta tengist lærinu og þeim meiðslum en núna er það nárinn,“ segir Domenico Tedesco þjálfari Belga fyrir æfingaleiki gegn Írlandi og Englandi.
Domenico Tedesco segir að hann leggi meiri áherslu á það að De Bruyne verði heill heilsu á Evrópumótinu í sumar frekar en að taka sénsa í þessum æfingaleikjum.