fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Bað um að vera ekki valinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ráku margir upp stór augu er þeir sáu að Ben White var ekki hluti af hópi enska landsliðsins fyrir komandi vináttuleiki gegn Brasilíu og Belgíu. Samkvæmt landsliðsþjálfaranum gaf hann ekki kost á sér.

White hefur ekki verið með enska landsliðinu síðan á HM 2022 en þá yfirgaf hann hópinn í miðju móti. Fjölmiðlar sögðu það vegna ósættis við aðstoðarþjálfarann Steve Holland.

„Miðað við hvernig hann hefur staðið sig er ekki hægt að segja að hann eigi ekki skilið að vera valinn. En Edu (yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal) hringdi í síðustu viku og sagði að Ben vildi ekki vera valinn í þetta skiptið. Það er leitt því hann er leikmaður sem mér líkar mjög vel við,“ sagði landsliðsþjálfrinn Gareth Southgate á blaðamannafundi í dag.

Hann útilokar engan veginn að White komi inn í landsliðið í framtíðinni.

„Dyrnar munu standa honum opnar því hann er mjög góður leikmaður. Það er ekkert illt á milli okkar og ekki Steve Holland heldur. Ég þarf að taka það fram vegna frétta sem ég hef lesið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool