fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Orri Steinn ræðir stöðuna í Kaupmannahöfn – „Ég hef aldrei upplifað svona áður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:35

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson virðist vera kominn aftur í náðina hjá Jacob Neestrup, þjálfara FC Kaupmannahafnar, eftir að hafa verið úti í kuldanum undanfarið. Hann segir tímabilið hafa verið krefjandi á köflum.

Orri hafði ekki spilað keppnisleik með FCK á þessu ári en svo var hann skyndilega mættur í byrjunarliðið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evróu gegn Manchester City í síðustu viku. Einnig byrjaði hann næsta leik í kjölfarið gegn Lyngby.

„Ég fékk þau skilaboð á ákveðnum tímapunkti á tímabilinu að það væru aðrir leikmenn á undan mér í goggunarröðinni. Þetta var mjög sérstakt, vægast sagt, því annaðhvort var ég utan hóps eða í byrjunarliðinu. Ég hef aldrei upplifað svona áður og þetta var virkilega krefjandi andlega því þú veist í raun ekkert hver staða þín er og það tekur á,“ segir Orri við Morgunblaðið í dag.

Neestrup hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir meðferðina á Orra á leiktíðinni.

„Það lenda allir í mótlæti á fótboltaferlinum en stóra spurningin er alltaf hvernig þú tekst á við mótlætið. Ég fékk þau skilaboð að ég þyrfti að halda áfram að standa mig vel á æfingum, sem og ég gerði. Hjá mér kom ekkert annað til greina en að vinna mig aftur inn í liðið og það tókst.

Ég var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á æfingum með byrjunarliðssæti gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Manchester. Mér fannst ég komast vel frá mínu í leiknum og er ánægður með frammistöðu mína gegn City,“ segir Orri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram