U16 ára landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í gær í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament.
Rebekka Sif Brynjarsdóttir skoraði mark Íslands. Eftir venjulegan leiktíma var gripið til vítaspyrnukeppni sem Ísland vann 5-4 sem þýðir að Ísland fær tvö stig fyrir leikinn, en Belgía eitt.
Spánn vann Norður Írland 5-0 í hinum leik mótsins í gær.
Ísland mætir Norður Írlandi á föstudag í síðasta leik sínum á mótinu og hefst hann kl. 16:00.