Tíu leikir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni en það stefnir í eina svakalegustu titilbaráttu sögunnar.
Liverpool og Arsenal eru bæði með 64 stig en Englands og Evrópumeistarar Manchester City eru með stigi minna.
Miðað við leikina sem eftir eru þá er staða Liverpool hvað best. Liðið á eftir útileik gegn Manchester United en annað virðist nokkuð notalegt.
Arsenal á eftir útileiki gegn Manchester City, United og Tottenham.
Manchester City á eftir heimaleik gegn Arsenal og svo erfiðan útileik gegn Tottenham.
Svona eru leikirnir sem liðin eiga eftir.