Davíð Kristján Ólafsson fer af stað með látum í Póllandi Cracovia keypti vinstri bakvörðinn frá Kalmar í Svíþjóð á dögunum.
Davíð spilaði sinn fyrsta leik um helgina og skoraði eina mark Cracovia gegn Korona Kielce í 1-1 jafntefli.
Cracovia leikur í efstu deild en Davíð er fæddur árið 1995. Hann átti fast sæti í landsliði Íslands undir stjórn Arnars Viðarssonar.
Age Hareide hefur hins vegar ekki verið að velja Davíð sem ætti þó að koma til greina á föstudag þegar Hareide kynnir nýjan landsliðshóp.
Magnað mark Davíðs um helgina má sjá hér að neðan.
👤 Davíð Kristján Ólafsson (f.1995)
🇵🇱 Cracovia
🆚 Korona Kielce🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/x1XvD0iYEA
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) March 12, 2024