Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Íslenska karlalandsliðið spilar síðar í þessum mánuði við Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM í sumar. Nokkuð ljóst þykir að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, tveir af fremstu landsliðsmönnum Íslandssögunnar, verði ekki með í leikjunum.
„Það væri galið ef þeir væru þarna, ekki búnir að spila leik í 3-4 mánuði. Það eru leikmenn eins og Ísak Bergmann og Stefán Teitur, fyrir mér væri þetta bara vanvirðing við þá,“ sagði Hrafnkell um málið.
„En ef Gylfi væri búinn að spila eitthvað smá væri ég til í að taka hann með,“ sagði hann enn fremur.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar