William Cole Campbell hefur tekið ákvörðun um að leika fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska.
Miðlar í Bandaríkjunum segja frá þessu. FIFA hefur samþykkt breytinguna.
Hinn 18 ára gamli William Cole er á mála hjá Dortmund, þar sem hann spilar með U-19 ára liðinu og þykir mikið efni.
Móðir hans er íslensk og faðir hans bandarískur. Hann gat því valið hvort landsliðið hann spilaði fyrir, en hann hefur þegar spilað sjö leiki fyrir U-17 ára landsliðs Íslands. Skoraði hann tvö mörk í þeim.
William Cole, sem er fæddur hér Íslandi, lék meistaraflokksleiki með FH og Breiðabliki hér á landi áður en hann hélt til Dortmund. Einnig hefur hann verið í akademíu Atalanta í Bandaríkjunum.