Það vakti athygli á dögunum er Bay FC í Bandaríkjunum samdi við konu að nafni Rachael Kundananji.
Kundananji kom til Bay FC frá Madrid CFF á Spáni og er í dag dýrasta knattspyrnukona frá upphafi.
Pressan er gríðarleg segir Kundananji en hún kostaði bandaríska félagið 620 þúsund evrur og er þar með sú dýrasta í sögunni.
,,Það er svo mikil pressa á mér en ég þarf að vera róleg,“ sagði Kundananji við Guardian.
,,Ég þarf að einbeita mér að fótboltanum. Þetta er ekki endirinn, þetta er byrjunin. Stuðningsmennirnir munu búast við svo miklu og andstæðingarnir verða ekki vinalegir við mig.“
,,Þess vegna fylgir þessu svo mikil pressa.“