Stórlið Chelsea gæti verið í töluverðum vandræðum eftir að hafa birt eigin ársreikning frá 2022 til ársins 2023.
Chelsea opinberar þar að félagið hafi skilað 90 milljóna punda tapi sem gæti komið liðinu í mikið vesen vegna fjárlaga UEFA.
Chelsea er í eigu Clearlake Capital og Todd Boehly en fyrirtækið tapaði alls 653 milljónum punda eftir skatt frá mars 2022 til júní 2023.
Það er möguleiki á að einhver stig verði tekin af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni vegna tapsins en liðið situr um miðja deild.
Félagið hefur eytt yfir milljarð punda í nýja leikmenn undir þessum ágætu eigendum sem eru alls ekki vinsælir í London.
Samkvæmt reglum UEFA má félag í ensku úrvalsdeildinni tapa 105 milljónum punda á þremur árum og er Chelsea komið vel yfir þann þröskuld.