UEFA hefur tilkynnt leikjaniðurröðun fyrir undankeppni EM 2025 og er því ljóst hverjum íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik.
Ísland vann Serbíu í umspili um sæti í A-deild umspilsins á dögunum og drógust þær svo í riðil með Þýskalandi, Austurríki og Póllandi þar.
Stelpurnar okkar byrja á heimaleik gegn Póllandi föstudaginn 5. apríl áður en liðið mætir Þýskalandi ytra þriðjudaginn 9. apríl. Svo er leikur gegn Austurríki ytra 31. maí.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint í lokakeppni EM 2025, en liðin í þriðja og fjórða sæti fara í umspil gegn liðum í B og C deild. Umspilið verður leikið í október og nóvember.
Leikir Íslands í undankeppni EM 2025
Ísland – Pólland föstudaginn 5. apríl
Þýskaland – Ísland þriðjudaginn 9. apríl
Austurríki – Ísland föstudaginn 31. maí
Ísland – Austurríki þriðjudaginn 4. júní
Ísland – Þýskaland föstudaginn 12. júlí
Pólland – Ísland þriðjudaginn 16. júlí