Liverpool ætlar að berjast við Paris Saint-Germain um hinn eftirsótta Alan Varela sem spilar með Porto.
Frá þessu greina ýmsir blaðamenn en Foot Mercato fjallar sérstaklega um málið – Varela er á förum frá Porto í sumar.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem kom til Porto frá Boca Juniors í fyrra og hefur spilað stórkostlega í vetur.
Varela er kallaður ‘næsti Javier Mascherano’ en sá síðarnefndi spilaði um tíma með Liverpool og síðar Barcelona.
Ljóst er að Varela yrði ekki ódýr en hann gerði fimm ára samning í Portúgal og mun kosta um 70 milljónir evra.
PSG hefur sýnt Varela mikinn áhuga en Liverpool hefur nú ákveðið að blanda sér í baráttuna um miðjumanninn.