fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Verður ekki framseldur eftir allt saman – Var handtekinn fyrir enn eitt brotið

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 10:38

Quincy Promes Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ekki framseldur til Hollands í kjölfar þess að hafa verið handtekinn í Dúbaí í síðustu viku.

Í síðasta mánuði var Promes, sem er á mála hjá rússneska liðinu Spartak Moskvu, dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að aðstoða við innflutning á kókaíni. Þá á hann yfir höfði sér 18 mánaða dóm fyrir að stinga frænda sinn í matarboði.

Dómurinn féll í heimalandi hans, Hollandi. Um var að ræða 1363 kíló af kókaíni. Promes er búsettur í Moskvu og eru ekki framsalssamningar milli Rússlands og Hollands.

Í æfingaferð Spartak í Dúbaí var Promes hins vegar handtekinn og honum meinað að ferðast með liðsfélögum sínum aftur til Rússlands. Talið var að hann yrði framseldur þaðan til Hollands.

Samkvæmt nýjustu fréttum var Promes þó handtekin fyrir að yfirgefa slysstað eftir að hafa lent í bílslysi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hann sleppur við dóm fyrir atvikið en verður sektaður.

Talið er að hann fái að ferðast til Rússlands í dag og verði ekki framseldur vegna hinna tveggja brotanna.

Kenningar eru á kreiki um að rússnesk yfirvöld hafi séð til þess að Promes kæmist aftur til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Í gær

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Í gær

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta